Félags- og skólaþjónusta A-Hún sinnir eftirfarandi málaflokkum:

  • Barnaverndarmál
  • Fjárhagsaðstoð
  • Málefni aldraðra
  • Heimilisaðstoð
  • Eftirlit með daggæslu í heimahúsum
  • Málefni fatlaðra
  • Félagsleg ráðgjöf
  • Heimaþjónusta
  • Áfengis- og vímuefnavandamál
  • Fósturheimili, bæði tímabundið og varanlegt í samráði við Barnarverndarstofu

Einnig starfar stofnunin samkvæmt barnaverndarlögum, barnalögum, lögum um málefni fatlaðra og lögum um málefni eldri borgara.


Málefni fatlaðra

Í Austur Húnavatnssýslu eru málefni fatlaðra á ábyrgð félagsþjónustu og ber félagsmálastjóri fjárhagslega og faglega ábyrgð á starfseminni. Mikil gróska hefur verið í málefnum fatlaðra og mikið vatn runnið til sjávar síðustu ár. Komið hefur verið á skilvirku samvinnukerfi á milli þjónustukerfa sem þjónar börnum á leik- og grunnskólaaldri.

Fötluðum börnum er fylgt eftir með góðum upplýsingum á milli skólastiga. Fagfólk vinnur í teymi í góðu samstarfi við foreldra og aðra er tengjast barninu. Teyminu er ætlað að tryggja yfirsýn yfir þjónustuúrræði, gæta samræmingar og markvissra vinnubragða. Góð samvinna er á milli stofnana og sameinast fólk um að gera þjónustuþegum sem auðveldast fyrir.


Ráðgjafi

Ásta Þórisdóttir er ráðgjafi í málefnum fatlaðra. Starf hennar miðast að stuðla að markvissri ráðgjöf við fatlaða, foreldra, skóla og samskipti við þá aðila sem koma að málefnum fatlaðra.


Sambýli og iðja

Á Blönduósi er starfrækt sambýli frá haustmánuðum 1994 og búa þar fjórir einstaklingar. Brynjar Bjarkason er forstöðumaður sambýlisins og eru þar sjö stöðugildi. Starfsemi sambýlisins miðar að því að hlúa að íbúum þess og tryggja að þeir búi við sem bestar aðstæður. Einnig er starfrækt iðja þar sem fötluðum fullorðnum gefst kostur á að stunda vinnu sem tekur mið af getu hvers og eins. Einn starfsmaður er þeim til stuðnings

Additional information