Hlutastarf við Liðveislu

Vantar þig hlutastarf?
Starfsmann/menn vantar til að sinna félagslegri liðveislu. Liðveisla felur í sér að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga með fötlun til að þeir geti notið samfélagsins á líkan hátt og aðrir á þeirra aldri. Vinnutími fer eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún. í síma 4554170 eða www.felahun.is

Ráðning Fræðslustjóra og Félagsmálastjóra

Auglýstar voru lausar til umsóknar stöður fræðslustjóra og félagsmálastjóra A-Hún fyrr á árinu. 
Þórdís Hauksdóttir var ráðin fræðslustjóri. Sara Lind Kristjánsdóttir var ráðin félagsmálastjóri. 

Félagsmálastjóri

Félagsmálastjóri
Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir stöðu félagsmálastjóra í Austur Húnavatnssýslu lausa til umsóknar. Gerð er krafa um próf frá viðurkenndum háskóla af sviði félags- og uppeldisfræða eða sambærileg menntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og/eða ráðgjöf í opinberri stjórnsýslu og hafi þekking á viðeigandi lagaumhverfi, s.s. um barnavernd og réttindi barna, málefni aldraðra, fatlaðra og félagsþjónustu. Einnig er mikilvægt að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á rekstri og mjög góða færni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 20. júní 2016. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skila til Félags- og skólaþjónustu A Hún., Flúðabakka 2, 540 Blönduósi.
Nánari upplýsingar veitir Auður H. Sigurðardóttir félagsmálastjóri í síma 4554170 eða Gsm:863 5013 Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Magnús B. Jónsson framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún s:4552700 eða Gsm:8994719 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fræðslustjóri

Starf fræðslustjóra er laust til umsóknar

Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 80% 
starf hjá Félags og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna, 
Blönduósbæjar, Skagastrandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Undir starfið heyra 
leikskólar og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum.
Helstu verkefni:
Ráðgjöf og stuðningur við skólastarf, þar á meðal kennsluráðgjöf.
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi 
skólanna.
Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla.
Umsjón með endurmenntun og þróunarstarfi.
Eftirlit með skólastarfi í fræðsluumdæminu.
Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna ásamt starfsmönnum félagsþjónustu.
Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra.
Samskipti við aðila utan sveitarfélagsins í fræðslumálum.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun í uppeldis- og menntunarfræðum.
Leik- eða grunnskólakennararéttindi æskileg og góð þekking á báðum skólastigum.
Þekking og reynsla af helstu skimunar- og greiningartækjum sem notuð eru innan 
leik- og grunnskóla.
Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg.
Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta.
Reynsla af stjórnun æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og 
Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, 455 2700 netfang 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur er til 3. júní 2016 og skal stíla umsókn á Félags og skólaþjónustu 
A-Hún, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, merkt fræðslustjóri eða senda umsókn á 
framangreint netfang.

Kvíði barna

Kvíði barna

-Örnámskeið fyrir fagfólk og aðstandendur grunnskólabarna með kvíðaeinkenni-

Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um:

 Eðli kvíða

 Helstu einkenni kvíða

 Helstu kvíðaraskanir hjá börnum

 Hvernig hamlandi kvíði verður til og hvernig hann viðhelst

 Hvað foreldrar geta gert til að koma í veg fyrir þróun kvíða

 Hvað foreldrar geta gert til að minnka kvíða

Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 12. maí og hefst kl. 17. Námskeiðið er um tveir og hálfur tími með hressingu.

Námskeiðið verður haldið í Blönduskóla.

Námskeiðsgjald er 2000 krónur.

Tilkynnið þátttöku í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðbeinandi er Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur.

Ester hefur starfað sem sálfræðingur á Þroska– og hegðunarstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og kennt þar á fjölda námskeiða fyrir foreldra og börn, meðal annars námskeiðið Uppeldi sem virkar, námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, Snillinganámskeið fyrir börn með ADHD, námskeið fyrir ungar mæður og á námskeiðinu Klókir krakkar sem ætlað er börnum með kvíða og foreldrum þeirra.

Additional information