Að barnavernd er unnið samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna nr. 80/2002. Markmið barnaverndar er að tryggja börnum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstakling innan við 18 ára aldurs.
Þegar barnaverndarnefnd fær tilkynningu eða berast tilkynningu eða berast upplýsingar með öðrum hætti um að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroski geti verið hætta búin, skal hún taka afstöðu til þess án tafar og eigi síðar en innan sjö daga frá því henni barst tilkynning eða upplýsingar, hvort ástæða sé til að hefja könnun á málinu sbr. 21. gr. barnaverndarlaga. Lögð er áhersla á að fá ítarlegar upplýsingar um tilefni tilkynninga í upphafi. Tilkynning þarf að vera trúverðug og vel rökstudd. Eftir viðtal við tilkynnanda taka starfsmenn ákvörðun um hvort tilefni sé að hefja könnun máls.
Foreldrar eru ávallt boðnir í viðtal og upplýstir um að tilkynning hafi borist og hvaða ákvörðun hafi verið tekin í framhaldinu.
Ef rökstuddur grunur leikur á að tilefni sé til frekari athugunar á aðstæðum barnsins er hafin könnun máls og skal hún að öllu jöfnu ekki vara lengur en í þrjá mánuði. Þess er gætt að könnunin sé ekki umfangsmeiri en þörf krefur, en markmið hennar er að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi og aðstæður barnsins.
<Í samráði við foreldra eða forsjáraðila barns/unglings er aflað upplýsinga um barnið/unglinginn eftir ástæðum hjá umgbarnaeftirliti, læknum, leikskóla, skóla, ættingjum, barninu sjálfu o.s.frv.
Framvinda málsins veltur á því hvað upplýsingaöflunin leiðir í ljós og ákvörðun tekin um framhald málsins.
Ef samstarf næst við foreldra er áframhaldandi vinnsla og stuðningúrræði unnin í fullu samráði við foreldra/forsjáraðila.
Tilkynning til barnaverndaryfirvalda er ekki kæra, heldur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn/fjölskyldu, sem tilkynnandi telur hjálparþurfi.
Hvernig ber mér að bregðast við ef fjölskylda mín er tilkynnt til barnaverndarnefndar?
Samkvæmt barnaverndarlögum er foreldrum eða þeim sem barnið dvelst hjá skylt að veita liðsinni sitt til að könnun málsins geti gengið greiðlega fyrir sig, enda skulu stafsmenn nefndarinnar sýna þeim er málið snertir alla nærgætni. Könnunin skal ekki vera umfangsmeiri en þörf krefur. Sjálfsagt er að spyrja starfsmenn um rétt foreldra og gang könnunar enda ber starfsmönnum að leiðbeina foreldrum og barni um rétt þeirra. Um heimildir og skyldur starfsmanna við könnun máls er fjallað í 22. gr. og VII. kafla barnaverndarlaga. Rétt er að hafa í huga að í langflestum barnaverndarmálum eru foreldrar og starfsmenn sammála um að leita þeirra leiða sem bestar eru fyrir barnið.
Tilsjónarmaður aðstoðar foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldu sinni sem best.
Persónulegur ráðgjafiveitir barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega, siðferðilega og tilfinningalega, svo sem í sambandi við vinnu, menntun og tómstundir.
Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða barni og foreldri, til vistunar í nokkra daga í mánuði í því skyni m.a. að létta álagi af barni eða fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í forsjárhlutverkinu.
Á lífsleiðinni standa flestir frammi fyrir erfðleikum af einhverju tagi, smáum sem stórum.
Fagfólk sem starfar hjá Félagsþjónustu A-Hún veitir einstaklingum og fjölskyldum ráðgjöf og byggist þjónustan á að koma til móts við þarfir þeirra sem þangað leita. Einnig geta ráðgjafar veitt upplýsingar um möguleika á þjónustu utan Félagsþjónustunnar svo og vísað fólki áfram í þau úrræði sem henta hverjum og einum.
Markmið með félagslegri ráðgjöf er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu. Ráðgjöfin felst í að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.
Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar vegna:
Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna skal ætíð beitt í eðlilegu samhengi við aðra aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og í samvinnu við aðra þá aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu, svo sem skóla og heilsugæslustöðvar eftir því sem við á.
Starfsfólk Félagsþjónustunnar er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera skv. lagaboði eða með samþykki aðila máls.
Almenn félagsráðgjöf, barnavernd, forsjár- umgengis- og ættleiðingamál, fósturmál, vistun, sumardvalir, persónuleg ráðgjöf og tilsjón með börnum og forvarnarstarf.
Hluti af starfi barnaverndar fer fram utan dagvinnutíma. Um er að ræða neyðarþjónustu sem ekki þolir bið, s.s. eftirlit með yfirheyrslum yfir ungmennum hjá lögreglu, neyðarástand sem skapast á heimilum er krefst tafarlausrar úrlausnar og ýmiss konar ráðgjöf í viðkvæmum málum hjá heilbrigðis- og lögregluyfirvöldum.
Unnt er að ná sambandi við barnaverndarstarfsmenn gegnum Neyðarlínuna 112
Í 16. gr. barnaverndarlaga segir: