Fréttir

Jólalokun skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún

Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún er lokuð 27. – 29. desember. Á opnunartíma má hafa samband við: Söru Lind félagsmálastjóra sími 8654863, netfang sara@felahun.is Þórdísi Hauksdóttur fræðslustjóra sími 6615812, netfang thordis@felahun.is Í neyðartilvikum og utan skrifstofutíma hringið í 112.

Félags- og skólaþjónusta A-Hún óskar ykkur gleðilegrar hátíðar.

Samningur um sálfræðiþjónustu í Austur Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Alda Ingibergsdóttir undirrituðu í dag tveggja ára samning. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt samstarfi við barnavernd á svæðinu. Alda hefur víðtæka reynslu úr skólaþjónustu, heilsugæslu og barnavernd. Hún mun koma einu sinni í mánuði og sinna fjarvinnu þess á milli. Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri, Alda Ingibergsdóttir sálfræðingur og Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri við undirritun samnings.

Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Félags- og skólaþjónusta A-Hún leitar að starfsmanni/starfsmönnum í stuðningsþjónustu.

Verkefnisstjóri farsældar

https://alfred.is/starf/verkefnistjori-farsaeldar

Gleðilega hátíð :)

Öflug liðsheild, námskeið starfsmanna grunnskóla í Húnavatnssýslum.

Lokun vegna sumarleyfa.

Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún verður lokuð frá 20 júlí til 22 júlí og 27 júlí til 29 júlí vegna sumarleyfa. Í neyðartilfellum hringið í 112.

Lærdómssamfélag í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu hafa verið að vinna að þróunarverkefni um lærdómssamfélag í vetur undir handleiðslu Önnu Kristínar Sigurðardóttur prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn fengu tækifæri til að dýpka þekkingu sína á áhugasviðum þvert á skóla og skólastig.

Nýr starfsmaður

Valgerður Hilmarsdóttir er nýr starfsmaður velferðarmála á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún og hefur þegar hafið störf. Við bjóðum Valgerði velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.