Átak gegn heimililisofbeldi í Austur - Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónsta A-Hún og Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafa ákveðið að ganga til samstarfs um átak gegn heimilisofbeldi í Austur - Húnavatnssýslu með undirritun samnings um breytt verklag í heimilisofbeldismálum.

Sambærilegt átak er einnig í gildi í Skagafirði og Húnaþingi vestra, en verkefnið er hluti af samráðshópi um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra  þar sem aðilar frá félagsþjónustum sveitarfélaganna, Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra og Heilbrigðisstofnun Norðurlands eiga sæti. 

Um er að ræða nýjar verklagsreglur fyrir lögreglu og félagsþjónustu sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn heimilisofbeldi, þar sem m.a. er  kveðið á um að ávallt skuli kalla til starfsmann félagsþjónustu/barnaverndar komi lögregla á vettvang heimilisofbeldis óháð því hvort börn séu á staðnum eða ekki. 

 

Markmið átaksins er að gefa skýr skilaboð um að heimilisofbeldi verði ekki liðið. Þá vinna lögregla og félagsþjónusta saman að því að tryggja öryggi þolenda ásamt því að veita þeim stuðning.  Eftirfylgd er aukin til muna í samstarfi lögreglu og félagsþjónustu, sem og að þá er boðið upp á ráðgjöf til geranda. 

Bakvakt barnaverndar mun sinna útköllum vegna heimilisofbeldis utan dagvinnutíma í samstarfi við lögreglu á vettvangi.