Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf sem felur í sér stuðning við einstaka heimili/einstaklinga. Þjónustan byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Helstu verkefni og ábyrgð
Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og styrkja einstaklinga sem þurfa á stuðningi að halda við heimilishald og athafnir daglegs lífs eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Stuðningsþjónusta skal miða að því að efla umsækjanda til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi. Þjónustan skal taka mið af einstaklingsbundnum þörfum og miða að valdeflingu og hvatningu til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Jákvæðni og áhugi á að starfa með einstaklingum á öllum aldri
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
• Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
• Íslenskukunnátta skilyrði
• Bílpróf skilyrði
• Þarf að hafa náð 20 ára aldri
• Kostur ef viðkomandi hefur menntun eða reynslu í starfi með fólki með fötlun (en þó ekki skilyrði þar sem það er misjafnt eftir málum)

Umsækjendur skulu senda inn umsóknir sínar á netfang félagsmálastjóra sara@felahun.is. Umsókninni skal fylgja greinagóð skýrsla um störf umsækjanda, menntun og reynslu sem varpað geta ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sara Lind Kristjánsdóttir með því að senda tölvupóst á sara@felahun.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.