Hnitbjörg: Takmörkun á umgengni

Vegna yfirstandandi heimsfaraldurs COVID-19 og samkomubanns er mikilvægt að íbúar Hnitbjarga takmarki verulega komur gesta og umgengni í sameiginlegu rými hússins. Þá eru gestir beðnir um að gera boð á undan sér og vera einir á ferð.

Starfsmenn Félags- og skólaþjónustunnar geta leiðbeint og aðstoðað íbúa við að koma upp myndsímtölum við aðstandendur hafi íbúar aðgang að snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu með myndavél. 

Endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst
Bestu kveðjur

Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálastjóri
Sími: 455-4171 og 863-5013