Viltu starfa við liðveislu í sumar?

Félags- og skólaþjónusta A-Hún leitar eftir 5 einstaklingum til að sinna liðveislu í sumar, í ólíkum stöðugildum.

Liðveisla er veitt einstaklingum til að rjúfa félagslega einangrun og/eða til að styðja við sjálfstæði þeirra og fjölskyldna þeirra. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi verkefni sem reyna á frumkvæði og aðlögunarhæfni liðveitenda. Starfið krefst útsjónarsemi, sjálfstæði og víðsýni.

Um er að ræða tímabundnar ráðningar, frá 1. júní til 31. ágúst 2020.

Ungir karlmenn (eldri en 18 ára) eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Vakin er athygli á því að við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild félagsmálastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2020. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum heldur skal senda umsókn rafrænt í tölvupósti til Ásdísar Ýr Arnardóttir félagsmálastjóra, á netfangið asdis@felahun.is þar sem getið er um menntun og reynslu viðkomandi.

Frekari upplýsingar veita:
Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálastjóri, asdis@felahun.is
Sigrún Líndal Þrastardóttir, ráðgjafi - iðjuþjálfi, sigrun@felahun.is