Aðdragandi að farsældarlögum

Um samþættingu þjónustu

Það er búið að vera langur aðdragandi að farsældarlögunum sem hófst fyrir áratugum síðan og veruleg stefnubreyting varð með Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 1989.

Sú vinna tók Sameinuðu þjóðirnar 10 ár eða frá 1979.

Þetta er einn yfirgripsmesti alþjóðasamningur sem til er um mannréttindi.

(Þingsályktun um barnvænt Ísland og framkvæmd barnasáttmála samþykkt 2021)

Kynning frá Barna- og fjölskyldustofu

  

Markmið farsældarlaga

◦að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana
◦velferð og farsæld barna og foreldra helst í hendur
◦við hæfi:
◦mæta þörfum barns
◦ekki umfangsmeiri þjónusta en þörf krefur
◦án hindrana:
◦samfelld og samþætt