Stuðningur við börn og fjölskyldur 1-6 ára *Barnaból - Skagaströnd


Þjónusta eftir stigum                                                                                    Leikskólinn Barnaból 2023 – 2024

Fyrsta stigs þjónusta felur í sér alla grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum. Þá tilheyra fyrsta stigi úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðningur með það að markmiði að styðja við farsæld barna. Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt.

Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.

Verkferlar og skimanir á fyrstastigi

 • 2 - 6 ára TRAS – Skráning á málþroska ungra barna
 • 2 - 3 ára Orðaskil – Athugun á orðaforða ungra barna
 • 2,5 árs Brigance – Samstarf við heilsugæsluna
 • 4 ára Gerd Strand – Mat á stöðu 4 ára nemanda
 • 4 ára Peds – Samastarf við heilsugæsluna 
 • 5 - 6 ára HLJÓM – 2 Athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna 

Undir annars stigs þjónustu

falla öll úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og markviss stuðningur með það að markmiði að tryggja farsæld barna. Einstaklingsbundinn og sérhæfðri stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns.  

Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun ofl. 

Talmeinaþjónusta Tröppu

 • Málþroskamat 
 • Framburður
 • Stam 
 • Raddvandamál 
 • Nefmæli 
 • Fyrirlestur, fræðsla og námskeið. 

Sálfræðiþjónsuta:

 • Mat á vitsmunaþroska 
 • ADHD greiningar 
 • Ráðgjöf til foreldra 
 • Viðtöl við börn 

Tilvísanir til annarra sérfræðinga og stofnanna 

 • Iðjuþjálfun: 
 • Fínhreyfimat 
 • Ráðgjöf til starfsfólks skóla, foreldra og barna 
 • Félagsþjónustan/Barnavernd 
 • PMTO – foreldrafærniþjálfun 
 • Liðveisla 
 • Stuðningsfjölskyldur 
 • Tilsjón 
 • Fjölskylduráðgjöf

3. Stig

Á þriðja stig falla öll þau úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur með það að markmiði að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns.  

Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.

 • Aðstoð og ráðgjöf við val á stoðtækjum 
 • Iðjuþjálfun fyrir börn með hreyfihömlun 
 • Ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna 
 • Barnaverndar úrræði 
 • Úrræði í málefnum fatlaðra.