12.09.2024
Í dag tók Dagný Rósa Úlfarsdóttir formlega við lyklavöldum sem fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu af Þórdísi Hauksdóttur.
Þórdísi eru þökkuð vel unnin störf síðustu ár sem fræðslustjóri og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
07.08.2024
Laus er staða við ræstingar í sameign Hnitbjarga á Blönduósi og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún.
18.06.2024
Nú hefur forvarnarverkefni Norðurlands vestra litið dagsins ljós. Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaráætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem myndi stuðla að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu.
22.12.2023
Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún er lokuð 27. – 29. desember.
Á opnunartíma má hafa samband við:
Söru Lind félagsmálastjóra sími 8654863, netfang sara@felahun.is
Þórdísi Hauksdóttur fræðslustjóra sími 6615812, netfang thordis@felahun.is
Í neyðartilvikum og utan skrifstofutíma hringið í 112.
24.11.2023
Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Alda Ingibergsdóttir undirrituðu í dag tveggja ára samning. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt samstarfi við barnavernd á svæðinu. Alda hefur víðtæka reynslu úr skólaþjónustu, heilsugæslu og barnavernd. Hún mun koma einu sinni í mánuði og sinna fjarvinnu þess á milli. Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri, Alda Ingibergsdóttir sálfræðingur og Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri við undirritun samnings.
16.11.2023
Félags- og skólaþjónusta A-Hún leitar að starfsmanni/starfsmönnum í stuðningsþjónustu.