- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Gulur september er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Í ár er sérstök áhersla lögð á geðheilbrigði eldra fólks.
Eldra fólk leitar síður aðstoðar en þeir sem yngri eru en finna engu að síður mörg fyrir einmanaleika og félagslegri einangrun. Að meðaltali fellur 41 einstaklingur fyrir eigin hendi á ári hverju á Íslandi.
10. september er gulur dagur og er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Öll sem geta eru hvött til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.
Á gulum degi t.d. klæðumst við gulu, skreytum með gulu, lýsum með gulu og borðum gular veitingar.