- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A- Hún. hefur verið slitið og Húnabyggð tekið við leiðandi hlutverki í félagsþjónustu fyrir íbúa Húnabyggðar og Skagastrandar.
Í kjölfar samþykkta sveitarstjórna Húnabyggðar og Skagastrandar og staðfestingar félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hefur byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A-Hún. verið formlega slitið. Samhliða því hefur verið undirritaður samningur þar sem Húnabyggð tekur við hlutverki leiðandi sveitarfélags í félagsþjónustu fyrir íbúa beggja sveitarfélaga. Samningurinn er gerður á grundvelli 96. gr. sveitarstjórnarlaga og tekur til almennrar félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/1991. Með samningnum annast Húnabyggð framkvæmd þjónustunnar, þar á meðal félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, stuðningsþjónustu, málefni aldraðra og húsnæðismál.
Þjónustan verður veitt á jafnræðisgrundvelli og byggir á mati á þjónustuþörf. Íbúar beggja sveitarfélaga geta leitað til félagsþjónustu Húnabyggðar á meginstarfsstöð í Húnabyggð, símleiðis og með því að senda tölvupóst.
Markmið breytingarinnar er að tryggja samþætta og heildstæða félagslega þjónustu, stuðla að hagræðingu í rekstri og styrkja faglegt samstarf sveitarfélaganna. Sveitarfélagið Skagaströnd mun áfram taka þátt í stefnumótun og samráði um þjónustuna í gegnum áheyrnarfulltrúa í velferðarnefnd Húnabyggðar og með reglulegum samráðsfundum.
Málaflokki fræðsluþjónustu verður sinnt af hvoru sveitarfélagi fyrir sig.
Barnaverndarþjónusta fyrir Húnabyggð og Skagaströnd er áfram veitt í sameiginlegu samstarfi sveitarfélaganna innan Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands með Skagafjörð sem leiðandi sveitarfélag.
Þjónusta við fatlað fólk er áfram veitt í sameiginlegu samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra með Skagafjörð sem leiðandi sveitarfélagi.
Hvað þýðir þetta fyrir mig sem þjónustuþega?
Málaflokkar Velferðarsviðs Húnabyggðar eru:
Starfsfólk Velferðarsviðs Húnabyggðar:
Sara Lind Kristjánsdóttir Félagsmálastjóri sara@felahun.is
Ásta Þórisdóttir ráðgjafi asta@felahun.is
Sigrún Líndal Þrastardóttir ráðgjafi sigrun@felahun.is
Valgerður Hilmarsdóttir ráðgjafi valgerdur@felahun.is
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Velferðarsvið Húnabyggðar
Húsnæði HSN, Flúðabakka 2
Sími: 455- 4170