19.08.2021
Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í gær 2 ára samning. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt auknu samstarfi við barnavernd á svæðinu.
06.08.2021
Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
11.03.2021
Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún. er lokuð í dag vegna ófærðar og veðurs.
26.12.2020
Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún verður lokuð yfir hátíðarnar til 4. janúar.
07.12.2020
Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún er lokuð í dag v. framkvæmda.
18.11.2020
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
02.11.2020
Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi um allt land laugardaginn 31. október.
Af þeim sökum óskum við eftir að haft verði samband við starfsmenn í síma eða með tölvupósti áður en komið er á skrifstofuna. Gestir eru beðnir um að bera grímur við komu. Reynt verður eftir fremsta megni að sinna erindum í gegnum síma eða tölvupóst nema brýn nauðsyn sé til annars.
15.10.2020
Nýtt áfangaheimili var tekið í notkun á Akureyri í byrjun þessa mánaðar. Áfangaheimilið sem hlotið hefur nafnið Benedikta getur hýst 12 manns og tekur við skjólstæðingum frá öllum landshornum.
16.09.2020
Heimsóknarreglur Sæborgar verða rýmkaðar frá og með deginum í dag 16. sept. Er þessi ákvörðun tekin út frá nýjum leiðbeiningum frá Almannavörnum, Embætti landlæknis og samráðsnefnd hjúkrunarheimila.