Fréttir

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

TAKMARKANIR Á AÐGENGI FÉLAGS- OG SKÓLAÞJÓNUSTU A-HÚN VEGNA COVID-19

Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi um allt land laugardaginn 31. október. Af þeim sökum óskum við eftir að haft verði samband við starfsmenn í síma eða með tölvupósti áður en komið er á skrifstofuna. Gestir eru beðnir um að bera grímur við komu. Reynt verður eftir fremsta megni að sinna erindum í gegnum síma eða tölvupóst nema brýn nauðsyn sé til annars.