TAKMARKANIR Á AÐGENGI FÉLAGS- OG SKÓLAÞJÓNUSTU A-HÚN VEGNA COVID-19

Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi um allt land laugardaginn 31. október.

Af þeim sökum óskum við eftir að haft verði samband við starfsmenn í síma eða með tölvupósti áður en komið er á skrifstofuna. Gestir eru beðnir um að bera grímur við komu.  Reynt verður eftir fremsta megni að sinna erindum í gegnum síma eða tölvupóst nema brýn nauðsyn sé til annars. 

Lögð verður áhersla á að reyna eftir fremsta megni að halda öllum þjónustuþáttum virkum þó með einhverjum takmörkunum. 

Ef einstaklingar eru með liðveislu eða heimaþjónustu og eru í sérstökum áhættuhópi skulu þeir meta það sjálfir hvort þeir vilja njóta þjónustunnar áfram. Í samráði við sveitarfélagið er í einhverjum tilvikum hægt að breyta fyrirkomulagi til þess að reyna að takmarka áhættu eins og hægt er.

Fundum er frestað sem ekki eru brýnir og frekar notast við fjarfundi, símafundi og tölvupóst. Upplýsingar um starfsfólk Félags- og skólaþjónustunnar má finna hér að neðan.

Almennar heimsóknir á Sæborg á Skagastönd eru bannaðar.

 Ekki hefur verið lokað fyrir aðgang að Hnitbjörgum íbúðakjarna á Blönduósi. Gestir eru þó beðnir um að gæta varúðar þar sem einhverjir íbúar tilheyra áhættuhópi, vera með grímur og halda tveggja metra reglu í sameign. Er þeim tilmælum beint til fólks sem er með kvef eða flensulík einkenni að gæta fyllstu varúðar og koma ekki í heimsókn til íbúa. Einstaklingar sem hafa ferðast utanlands eru beðnir um að koma ekki í heimsókn fyrr en í fyrsta lagi að 14 dögum liðnum eftir heimkomu.

Upplýsingar um starfsfólk

·   Sara Lind Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, sara@felahun.is s. 455-4170/455-4171/863-5013

·   Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, thordis@felahun.is, s. 455-4174/661-5812

·   Ásta Þórisdóttir, verkefnastjóri – ráðgjafi, asta@felahun.is, s. 455-4172/ 893-4188

·   Sigrún Líndal, iðjuþjálfi – ráðgjafi, sigrun@felahun.is, s. 455-4173/ 844-5013

Neyðarnúmer barnaverndar og heimilisofbeldis er 112 (eftir kl. 16 virka daga, um helgar og á hátíðisdögum).

Hvetjum alla íbúa til að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fylgja sóttvarnareglum í hvívetna.