Fréttir

Lærdómssamfélag í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu hafa verið að vinna að þróunarverkefni um lærdómssamfélag í vetur undir handleiðslu Önnu Kristínar Sigurðardóttur prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn fengu tækifæri til að dýpka þekkingu sína á áhugasviðum þvert á skóla og skólastig.