Bergið-headspace

Nýlega undirrituðu heilbrigðisráðhera og mennta- og barnamálaráðherra styrktarsamning við Bergið-headspace sem gildir út árið 2025. 

Bergið veitir gjaldfrjálsa einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu við ungmenni á aldrinum 12 til 25 ára. Markmiðið er að stuðla að bættri líðan, efla þátttöku og þekkingu ungmenna og virkni þeirra í samfélaginu. Meginmarkmið samningsins er að styðja við starfsemi Bergsins og mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu fyrir þennan aldurshóp. Ráðgjafar Bergsins aðstoða ungt fólk sem t.d. glímir við áhyggjur, depurð, erfiðar tilfinningar, sjálfskaða eða sjálfsvígshugsanir, hafa orðið fyrir ofbeldi eða öðrum áföllum (af vef Stjórnarráðsins). 

Hægt er að bóka tíma á netinu á vefsíðu Bergsins. Staðsetningar ráðgjafar eru meðal annars á Akureyri og á 4 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.