Í þeirri vinnu að gera heimasíðuna aðgengilegri fyrir almenning hefur verið settur Google þýðingarhnappur á síðuna. Þar er hægt að breyta um tungumál á því efni sem er á síðunni. Fjöldi tungumála er nú þegar í boði og ef notendur hafa ábendingu um að bæta megi við tungumáli má senda hana á fraedslustjori@felahun.is
Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti menntastefnu sveitarfélagsins á fundi sínum 13. nóvember s.l. Stefnan hafði áður fengið umfjöllun í Fræðslunefnd.
Menntastefna er framtíðarsýn og viljayfirlýsing sveitarfélagsins í skóla- og frístundamálum. Hún sýnir hvaða gildum skólar sveitarfélagsins vinna eftir og hvaða áherslur skulu hafðar að leiðarljósi. Gildin eru vellíðan, hamingja, samfélagsleg ábyrgð, sjálfbærni, metnaður og samvinna. Undirmarkmið stefnunnar eru læsi í víðum skilningi, sköpun og samstarf.
Skólar sveitarfélagsins eru Grunnskólinn Höfðaskóli, Leikskólinn Barnaból og Tónlistarskóli Austur Húnvetninga.
Hægt er að kynna sér menntastefnuna hér.
SSNV, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra í málefnum farsældar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings SSNV við ráðuneyti mennta- og barnamála. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember n.k.
Upplýsingar um starfið má sjá í auglýsingu á alfred.is og nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is