Nú hefur forvarnarverkefni Norðurlands vestra litið dagsins ljós og ber það heitið FOR-NOR.
Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaráætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem myndi stuðla að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu.
Áætlunin gildir fyrir öll börn á leik/grunn og framhaldsskóla aldri á svæðinu og er öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Sótt var um styrk til Sprotasjóðs Rannís veturinn 2024 til að verkefnið gæti orðið að veruleika og fengust 4 milljónir í verkefnið .
Að verkefninu komu fræðslustjórar og forvarnarfulltrúar á öllu norðurlandi vestra. Allir stjórnendur skólanna starfsmenn, kennarar, foreldrar, SSNV, lögreglan og heilsugæslan.
Nemendur fengu svo tækifæri til að taka þátt í gegnum forvarnarteymi svæðanna og nemendaráð skólanna sem og í gegnum kannanir, þátttöku leikjum og instagramsíðu verkefnisins.
Verkefnastjóri FOR-NOR var Berglind Hlín Baldursdóttir og fær hún þakkir fyrir sitt framlag til verkefnisins.
Hér má sjá áætlunina: https://www.skagastrond.is/is/thjonusta/forvarnaraaetlun-for-nor-1