Gjöf til Hnitbjarga

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi brugðust við ákalli félagsmálastjóra A-Hún um afnot af spjaldtölvum með því að færa Hnitbjörgum að gjöf spjaldtölvu og heyrnatól fyrir íbúa. Er það von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir heimilisfólkið, svo það geti haft samband við ættingja og vini með myndsamtölum, sér á lagi á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir. 

Félagsmálastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd Hnitbjarga og er tölvan komin í notkun meðal íbúa. Félags- og skólaþjónustan, fyrir hönd Hnitbjarga, þakkar Hollvinasamtökunum hugulsemina og hvetur íbúa svæðisins til að styðja við Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.