Hjúkrunarheimilið Sæborg komið til HSN

Í gær, 1. maí fluttist rekstur hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd yfir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vestra (HSN). Þar með lauk áratugalöngum rekstri sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu á hjúkrunarheimilinu, sem síðustu árin fór fram í byggðasamlaginu um Félags- og skólaþjónustu.  Ákveðið var á haustmánuðum 2024 að segja upp samningi byggðasamlagsins við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið vegna rekstursins á Sæborg.   

Starfsfólk Félags- og skólaþjónustu A-Hún. óskar íbúum og starfsfólki Sæborgar farsældar innan HSN. 

Á vef Skagastrandar má sjá frétt af þessu tilefni.