Mikill ávinningur af gjaldfrjálsum skólamáltíðum

Í nýrri skýrslu starfshóps sem innviðaráðherra skipaði til að leggja mat á nýtingu og  áhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða kemur fram mikill ávinningur af gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins, að mati foreldra, skólastjórnenda og sveitarfélaga. Það er mat starfshópsins að vel hafi tekist til á fyrsta ári eftir að skólamáltíðir urðu gjaldfrjálsar um allt land. Þó sé enn nokkrum spurningum ósvarað sem þurfi að huga að og setur starfshópurinn fram sex ábendingar til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga. 

  • Rannsaka þarf matarsóun og gera íhlutanir til að minnka hana.
  • Hafa þarf eftirlit með gæðum máltíða og næringarinnihaldi.
  • Tryggja þarf fjármagn fyrir gæðaríkri skólamáltíð.
  • Tryggja þarf að til staðar séu upplýsingar sveitarfélaga um raunkostnað.
  • Skýra þarf hvort gjaldfrjálsar skólamáltíðir eigi eingöngu við um hádegisverð eða alla málsverði á skólatíma.
  • Taka þarf ákvörðun um framhald verkefnisins þegar því lýkur árið 2027.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands.