Nýtt áfangaheimili opnar á Akureyri

Nýtt áfangaheimili var tekið í notkun á Akureyri í byrjun þessa mánaðar. Áfangaheimilið sem hlotið hefur nafnið Benedikta getur hýst 12 manns og tekur við skjólstæðingum frá öllum landshornum. Markmiðið er að aðstoða fólk með öruggt og hlýlegt umhverfi og að hjálpa því við að komast aftur út í samfélagið. Umsækjendur þurfa að hafa lokið meðferð. Starfsemin er í samstarfi við SÁÁ. Hér má finna meiri upplýsingar um starfsemina https://www.benedikta.org/