Rýmkaðar heimsóknarreglur á Sæborg

Heimsóknarreglur Sæborgar verða rýmkaðar frá og með deginum í dag 16. sept. Er þessi ákvörðun tekin út frá nýjum leiðbeiningum frá Almannavörnum, Embætti landlæknis og samráðsnefnd hjúkrunarheimila.

Vinsamlegast kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

  1. Takmarkanir á heimsóknum til íbúa miðast við að hámarki 2 gestir komi í hverri heimsókn. Ekki er gerð krafa um að það séu alltaf sömu aðilar.  Biðjum við heimsóknargesti um að sýna ýtrustu varkárni í sóttvörnum. 
  2. Aðstandendur  verða að spritta hendur við komu og skrá komu sína á sérstakt blað sem staðsett er inn á herbergi íbúa (er þetta gert til að auðvelda rakningu ef upp kemur smit) og þarf að virða 1 meters regluna.
  3. Miðað er við að ekki sé gengið um aðaldyr stofnunarinnar og ekki sé komið inn í önnur rými en einkarými íbúans. Aðstandendur eru því beðnir um að ganga beint inn í einkarými íbúans, sömu leið til baka og ekki vera í samneyti við aðra íbúa.

Óheimilt að koma í heimsókn ef:

A)    þú hefur verið í útlöndum og ekki er komin niðurstaða úr sýnatöku á landamærum.

B)     þú ert í sóttkví.

C)     þú ert í einangrun eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku.

D)     þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

E)     þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinberki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Aðstandendur sem hafa umgengist einstakling með COVID-19 er að öllu óheimilt koma í heimsókn 

Áfram er mælst til þess að aðstandendur hafi smitrakningarapp Embættis landlæknis í símum sínum

Íbúum er heimilt að fara í bíltúr eða göngutúr með aðstandenda.  Íbúum er heimilt að fara í heimsóknir/matarboð í heimahús ef sóttvarna er gætt og 1 meters reglan er virt.

Munum að við erum almannavarnir og handþvottur og spritt er öflug vörn gegn sýkingum.

 

Athugið: ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.