Takmörkun á aðgengi að Félags- og skólaþjónustunni

Skv. aðgerðaáætlun Félags- og skólaþjónustunnar A-Hún vegna COVID-19 hafa verið settar takmarkanir á aðgengi að Félags- og skólaþjónustunni.

 • Allir þjónustuþættir eru virkir, þ.e. félags- og skólaþjónusta, barnavernd, þjónusta við aldraða sem og grunnþjónusta sveitarfélaganna sem er undir verkstjórn og ábyrgð Félags- og skólaþjónustunnar, þ.e. skipulag félagslegrar heimaþjónustu og liðveisla.  Starfsemi félagslegrar heimaþjónustu er á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags og helst óbreytt að sinni.
 • Ef einstaklingar eru með liðveislu eða heimaþjónustu og eru í sérstökum áhættuhópi skulu einstaklingar meta það sjálfir hvort þeir vilja njóta þjónustunnar áfram. Í samráði við sveitarfélagið er í einhverjum tilvikum hægt að breyta fyrirkomulagi til þess að reyna að takmarka áhættu eins og hægt er.
 • Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar, valgreinahelgi unglingsstigs og öðrum uppákomum grunn- og leikskólanna á svæðinu er frestað. Nánari upplýsingar um starfsemi skólanna er í aðgerða- og viðbragðsáætlunum þeirra.
 • Frestað er fundum sem ekki eru brýnir og frekar notast við fjarfundi, símafundi og tölvupóst. Upplýsingar um starfsfólk Félags- og skólaþjónustunnar eru á heimasíðunni www.felahun.is
 • Barnaverndarstarf verður með hefðbundnum hætti, vitjunum eða viðtölum í barnavernd verður ekki frestað nema mjög brýn ástæða sé til (þ.e. einstaklingur í sóttkví eða einangrun).
 • Sæborg dvalarheimili aldraðra hefur verið lokað fyrir öðrum en heilbrigðisstarfsfólki.
 • Sveitarfélög sjá um um matarsendingar til skjólstæðinga í heimahúsum. Þá er félagsstarf aldraðra á vegum sveitarfélaganna.
 • Ekki hefur verið lokað fyrir aðgang að Hnitbjörgum íbúðakjarna á Blönduósi. Aðstandendur og gestir eru þó beðnir um að gæta varúðar þar sem einhverjir íbúa tilheyra áhættuhópi og eru í meiri hættu á að smitast af COVID-19 kórónaveirunni en aðrir. Er þeim tilmælum beint til fólks sem er með kvef eða flensulík einkenni eða hefur nýlega ferðast til skilgreindra áhættusvæða (sjá lista á www.landlaeknir.is) að gæta fyllstu varúðar og ekki koma í heimsókn til íbúa.
 • Þeim tilmælum er beint til skjólstæðinga og samstarfsaðila Félags- og skólaþjónustunnar að leysa úr málum í síma, með tölvupósti eða í fjarfundi en ekki mæta til fundar við starfsmenn.

Takmarkanir eru á heimsóknum í stofnanir og húsnæði Félags- og skólaþjónustunnar, nema fyrir þá sem þangað eiga brýn erindi. Það er í höndum forstöðumanna stofnana að sjá um framkvæmd á þessu. Við óskum eftir góðri samvinnu og skilningi. Nánar tiltekið er um að ræða: 

Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi

 • Starfsmenn fara ekki í heimsóknir í aðrar stofnanir um óákveðinn tíma.
 • Engar heimsóknir utanaðkomandi aðila eru leyfðar. Einungis skjólstæðingar með brýn erindi.
 • Viðtölum er frestað um óákveðinn tíma eða sinnt í síma nema brýn nauðsyn sé til annars, m.t.t. barnaverndarlaga
 • Skjólstæðingar skulu sem náð hafa sjálfræðisaldri skulu mæta einir til viðtala. Skjólstæðingar sem ekki hafa náð sjálfræðisaldri skulu mæta með einum forsjáraðila til viðtals.
 • Lokun eða frekari takmarkanir á heimsóknum verða tilkynntar ef til þeirra kemur en gera má ráð fyrir umtalsverðum röskunum á opnunartíma. 

Fundir og heimavitjanir

 • Öllum fundum sem ekki þarf nauðsynlega að halda eða taka þátt í, skal sleppa.
 • Starfsfólk Félags- og skólaþjónustunnar skal ekki taka þátt í fundum utanhúss, nema brýna nauðsyn beri til. Ávallt skal þó leita eftir því að taka þátt gegnum fjarfund.
 • Öllum heimavitjunum, sem ekki þarf nauðsynlega að sinna, skal sleppa og hafa samband við skjólstæðinga í síma.

Upplýsingar um starfsfólk

 • Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálastjóri, asdis@felahun.is s. 455-4170/455-4171/863-5013
 • Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, thordis@felahun.is, s. 455-4174/661-5812
 • Ásta Þórisdóttir, verkefnastjóri – ráðgjafi, asta@felahun.is, s. 455-4172/ 893-4188
 • Sigrún Líndal, iðjuþjálfi – ráðgjafi, sigrun@felahun.is, s. 455-4173/ 844-5013

Neyðarnúmer barnaverndar og heimilisofbeldis er 112 (eftir kl. 16 virka daga, um helgar og á hátíðisdögum)

Nánari upplýsingar eru í aðgerðaáætlun Félags- og skólaþjónustu (1. útg.)