Um samþættingu þjónustu og þjónustustig

Hér í Austur  Húnavatnssýslu hefur verið unnið að innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu barna.

Við munum setja helstu upplýsingar um þá þjónustu  sem veitt er hér í sýslunni en athugið að þessar síður eru enn í vinnslu.

Upplýsingar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna skv. lögum nr. 86/2021

Beiðni um samþættingu þjónustu er ekki samþykki fyrir samþættingu heldur umsókn sem er metin með viðtali við forráðamenn/barn. Í því viðtali fer fram mat um það hvort þörf er á samþættri þjónustu og ef svo er undirrita forráðamenn/barn samþykki fyrir því.

Samþætting þjónustu í þágu barns

Ráð og teymi sem geta komið að málum nemenda í samþættingu:

Nemendaverndarráð leikskóla: Sérkennslustjóri, stjórnandi og fulltrúi ungbarnaverndar HSN.

Nemendaverndarráð grunnskóla: Skólastjórnendur, fræðslustjóri, fulltrúar frá félagsþjónustu, skólahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri stoðþjónustu.

Framhaldsskólinn: Félagsráðgjafi.

Farsældarteymi: Félagsmálastjóri, Fræðslustjóri og Verkefnastjóri.

Málstjórateymi: Málstjórar á Velferðasviði Félagsþjónustu A- Hún

Teymi tengiliða: Tengiliðar, Félagsmálastjóri, Fræðslustjóri og Verkefnastjóri.

Fjölskylduteymi: Félagsmálastjóri, Fræðslustjóri, félagsfulltrúi, skólahjúkrunarfræðingar, læknir heilsugæslu HSN, yfirsálfræðingur HSN,  hjúkrunarfræðingur og barnalæknir frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala.

Geðheilsuteymi: Fulltrúar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.

Eftirtaldir aðilar geta verið í stuðningsteymi auk foreldra og barns (ekki tæmandi listi): Málstjóri/tengiliður, umsjónarkennari, kennari, skólastjórnandi, deildarstjóri stoðþjónustu, ráðgjafi af fjölskyldu- og fræðslusviði, fulltrúar frá heilsugæslu, lögreglu, íþróttafélagi, frístund, félagsmiðstöð.

Beiðni um þjónustu á fyrsta stigi

• Tengiliðir eru starfandi í leik-, grunn- og framhaldsskóla sem halda utan um grunnþjónustu í þágu farsældar barns. Heilsugæsla er með tengilið fyrir mæðravernd og ungbarnavernd.

• Tengiliður getur aflað upplýsinga um aðstæður barns frá þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns. Til að tryggja hagsmuni barns og að því marki sem það er nauðsynlegt fyrir samþættingu þjónustunnar er tengilið, þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns heimilt að miðla upplýsingum um aðstæður barns sín á milli.

• Tengiliður hefur hagsmuni barns að leiðarljósi. Hann skal rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við forráðamenn og barn. Hlutverk tengiliðar er að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns en það felur í sér:

o Aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.

o Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.

o Taka þátt í stuðningsteymi eftir því sem við á.

o Upplýsa nemendaverndarráð um stöðu máls.

• Fyrsta stigs þjónusta í þágu farsældar barna tilheyrir grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum. Þá tilheyra fyrsta stigi úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðningur með það að markmiði að styðja við farsæld barns. Snemmtækur stuðningur er veittur í samræmi við þarfir barns og honum fylgt eftir á markvissan hátt.

• Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að þjónustu tengiliðar við samþættingu fyrsta stigs þjónustu. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- og grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám.

• Tengiliður ber ábyrgð á skilum til næsta tengiliðs.

 

Beiðni um þjónustu á öðru stigi

• Farsældarteymi tilnefnir málstjóra sem leiðir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns.

• Málstjóri hefur hagsmuni barns að leiðarljósi. Hann skal rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við forráðamenn og barn. Hlutverk málstjóra er að:

o Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.

o Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.

o Bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og leiða stuðningsteymi.

o Fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.

o Upplýsa farsældarteymi um stöðu mála.

• Á öðru stigi þjónustu tilheyra úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur með það að markmiði að tryggja farsæld barns.

• Markvissari stuðningur er veittur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns á grundvelli stuðningsáætlunar um samþætta þjónustu og eftirfylgd.

• Málstjóri skal stofna stuðningsteymi þar sem sitja fulltrúar þjónustuveitenda sem veita barni þjónustu.

• Stuðningsteymi skal svo fljótt sem verða má gera skriflega stuðningsáætlun fyrir barnið þar sem þjónusta er veitt í þágu farsældar barnsins er samþætt.

• Í stuðningsáætlun skal eftir atvikum geta um:

o Mat og/eða greiningu á þörfum barns.

o Markmið með þjónustu og samþættingu einstakra þátta hennar á öllum þjónustustigum.

o Hlutverk hvers þjónustuveitanda og annarra eftir atvikum.

o Hvernig árangur verður metinn.

o Tíma sem áætlun er ætlað að vara.

• Stuðningsáætlun skal endurmeta og endurnýja eftir því sem þörf krefur. Áður en barn verður 18 ára skal stuðningsteymi gera áætlun þar sem fjallað er um samþættingu fyrir barn eftir að það nær fullorðinsaldri.

 

Beiðni um þjónustu á þriðja stigi

• Farsældarteymi tilnefnir málstjóra sem leiðir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns. Samþætting þjónustu fylgir ákvæðum barnaverndarlaga þegar barnaverndarmál er hafið.

• Málstjóri hefur hagsmuni barns að leiðarljósi. Hann skal rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við forráðamenn og barn. Hlutverk málstjóra er að:

o Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.

o Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.

o Bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og leiða stuðningsteymi.

o Fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.

o Upplýsa farsældarteymi um stöðu mála.

• Þriðja stigs þjónustu í þágu farsældar barna tilheyra úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur með það að markmiði að tryggja farsæld barns verði ekki hætta búin.

• Sérhæfðari stuðningur er veittur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/að greiningu á þörfum barns á grundvelli stuðningsáætlunar um samþætta þjónustu og eftirfylgd. Stuðningur frá Fjölskylduteymi er hér hluti af sérhæfðari stuðningi og frá Geðheilsuteymi Heilsugæslustöðva höfuðborgarsvæðis. Gert er ráð fyrir að forráðamenn fylli út umsókn í Fjölskylduteymi líka.

• Málstjóri skal stofna stuðningsteymi þar sem sitja fulltrúar þjónustuveitenda sem veita barni þjónustu.

• Stuðningsteymi skal hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi og rækja hlutverk sitt í samstarfi við og samráði við forráðamenn og barn. Stuðningsteymi hefur reglubundna samvinnu um framkvæmd stuðningsáætlunar þar sem sem áætlun varir.

• Stuðningsteymi skal svo fljótt sem verða má gera stuðningsáætlun fyrir barnið þar sem þjónusta sem veitt er í þágu farsældar barns er samþætt.

• Í stuðningsáætlun skal eftir atvikum geta um:

o Mat og/eða greiningu á þörfum barns.

o Markmið með þjónustu og samþættingu einstakra þátta hennar á öllum þjónustustigum.

o Hlutverk hvers þjónustuveitanda og annarra eftir atvikum.

o Hvernig árangur verði metinn.

o Tímabil sem áætlun er ætlað að vara.

• Stuðningsáætlun skal endurmeta og endurnýja eftir því sem þörf krefur. Áður en barn verður 18 ára skal stuðningsteymi gera áætlun þar sem fjallað er um samþættingu fyrir barn eftir að það nær fullorðinsaldri.