Fósturfjölskyldur

Yfirumsjón með fósturmálum er í höndum Barnaverndarstofu.  Í því felst m.a.að útvega barnaverndarnefndum fósturforeldra og meta hæfni þeirra.  Fósturfjölskyldur skiptast niður í tímabundið og varanlegt fóstur.  Ef fólk vill gerast fósturfjölskylda sækir hún um til Barnaverndarstofu.   Alls hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega og að jafnaði fara 20 börn í varanlegt fóstur ár hvert.  Fóstur tími getur varið allt frá mánuði upp í mörg ár. (Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2000)