Langtíma meðferðarheimili

Barnaverndarstofa hefur umsjón og eftirlit með þeim átta langtímameðferðarheimilum sem starfrækt eru, þau eru einkarekin samkvæmt þjónustusamningi.  Heimilin eru öll staðsett út á landi og eru: Árbót og Berg, Laugaland, Háholt, Hvítárbakki, Torfastaðir, Jökuldalur og Geldingalækur.  Það síðar nefnda vistar börn undir 12 ára aldir en hin unglinga frá 13-18 ára.  Samtals eru þetta 48 rými og er dvölin allt að eitt ár og í sumum tilvikum lengur.

Nýting á meðferðarheimilum landsins hefur verið um 77% á ári en varð hæst 93% árið 2000.  Meðallengd dvalar árið 2000 var 414 dagar. (Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2000)